Færsluflokkur: Bloggar
5.10.2007 | 12:08
Löghlíðni sumra virðist minni en annara - Síminn í lóðabraski?
Það er svona tvennt sem kemur í huga mér er ég les þessa frétt, annað er svona með tónininum "og enn og aftur virðast lög og reglur ekki skipta Gunnar og co. hjá Kópavogi máli", og hitt sem ég ekki vissi og langar soldið að vita meira um, er það að Síminn stendur að auglýsinunni líka.
Er semsé Síminn, síma- og fjölmiðlafyrirtækiði í eigu Skipta hf, komið á fullt í lóðabraskið með öllum hinum (í þessu tilviki Kópavogsbæ)? Á semsé Síminn landið? Ef svo er, er það eitthvað sem hann "fékk" á sínum tíma hjá Ríkinu, og þá án endurgjalds. Og ef svo er, þá var slíkt væntanlega hugsað undir loftnet og slíkt. Eru kanski fleiri svona spildur í eignasafni Símans sem svo sé hægt að græða tengt lóðasölu þessara ára? Ef þetta er rétt, þá gerðu Bakkabræður bara enn betri díl en áður var haldið.
Það hljóta að koma fram meiri upplýsingar um þetta mál i fjölmiðlum í dag og maður verði fróðari að kvöldi.
Auglýsing um úthlutun á byggingarétti byggð á röngum forsendum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2007 | 08:51
Fréttavefur MBL - Íþróttir - mætti standa sig betur
Nú er vefur MBL margþættur og um margt góður, en þegar farið er inn á hann og ef maður ætlar sér að sækja upplýsingar um undakeppni "stelpnanna okkar", þá er ekki mikið inni á Íþróttasíðunni.
Hinsvegar er töluvert um hina ýmsu deildir og undankeppnir hjá strákunum eins og EM hjá þeim, en ekki finn ég neinar svona sérsíður um undankeppni kvennalandsliðsins.
MBL menn og stúlkur, þið getið gert betur en þetta.
Áfram Ísland.
Úrslitin framar björtustu vonum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2007 | 09:35
Virði eða ekki MBA náms á Íslandi
Þar sem framhaldsskólar og deildir skólanna auglýsa grimmt þessa dagana og gera sitt til að fá unga fólkið til sín, þá fór ég að velta svolítið fyrir mér virði náms.
Báðir háskólarnir hér í Reykjavík leggja mikið uppúr að fá til sín nemendur í MBA ná sitt því þar eru miklar tekjur fyrir skólana. Minn grunur er að báðir skólarnir hafi gerst mjög gráðugir þar.
Innan MBA náms er á heimsvísu ítrekað notaða samanburðarkerfi milli skóla og eru til samtök skóla er bjóða uppá MBA nám. Það eru vissulega ekki allir skólarnir með í þeim samtökum, en það segir eitthvað um metnað viðkomandi skóla hvort þeir eru aðilar að þessum samtökum eða ekki.
Eitt virtasta viðskiptablað heims heldur úti árlegum samanburði á MBA námi víðsvegar í heiminum. Nýlega koma síðasti samanburður þeirra út og má finna hann hér http://rankings.ft.com/rankings/mba/rankings.html. Þarna sést að 27 af 100 best metnu skólunum eru í Miðevrópu, megnið er í USA og um 12 víðsvegar um heiminn.
Mikið hef ég sterkan grun um að þau skólagjöld sem Íslensku skólarnir taki í dag séu mjög samsvarandi og skólar í næstu löndum eins og UK, Hollandi og Frakklandi. Munurinn á þeim skólum er að margir þeirra eru meðal 100 bestu MBA skóla heima, en ég hef enn ekki séð hin Íslensku MBA nám ná inn á einn einasta gæðalist yfir MBA nám í heiminum.
Eru landar mínir sem borgar offjár fyrir hin innlendu MBA nám, að kaupa köttinn í sekknum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2007 | 14:48
http://www.sudurlandsvegur.is
Það gengur bara ekki að bíða öllu lengur með þetta.
Nú þurfa allir að stýra Sturlu og hinum fulltrúum okkar á rétta braut, og það ekki einhverntímann í framtíð heldur strax.
Inn á síðuna og setjum nafn og kennutölur okkar þar og styrkjum þau sem standa að þessu þrýstiátaki.
http://www.sudurlandsvegur.is/
Suðurlandsvegur lokaður áfram vegna alvarlegs umferðarslyss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2007 | 17:01
Þar kom að eista skildi bætt við reðurtáknið ógurlega
Nú sýnist mér miðað við lýsingu á komandi turni við hið gríðarlega reðurtákn sem Smáralindin er í margra augum, að komið sé að næsta áfanga - fyrra eistanu!
En eitthvað verður að gera í tapinu, kúnnarnir eru greinilega ekki nógu margir og þá er komið að því að töfra einhverj lausn fram sem vindur ofna af ríflega hálfs miljarðs tapi.
Nú verð ég úthrópaður sem hinn verst klámhundur af einhverjum.
Tap á rekstri Smáralindar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.1.2007 | 11:08
Er iðrun mælanleg? - Já að því er virðist að mati ÁJ
"Vona að ég hafi iðrast nóg" - Árni J.
Er það bara ég eða eru kanski aðrir sem undrast þær hugsanir og þankagang sem virðist bærast hjá umræddum væntanlegum þingmanni? Veit vel að umtalsvert hefur um manninn og hans gerðir verið rætt, en ég varð nánast hugsana-stopp er ég fór yfir forsíðu fyrirsögnina og svo þann hluta greinarinnar er ég náði yfir í Blaðinu í morgun.
Er iðrun mælanleg og eða er einhverntímann komið nóg af iðrun og aðilar setji "stopp" á þá "framkvæmd" hjá sér eða á fólki að finnast að einhver annar hafi iðrast nóg! ?
Ég mun ekki fullyrða neitt um hvað sé rétt eða rangt í þessu því ég er enginn siðameistar eða slíkt, ég bara velti vöngum.
Mér hefur sýnst að í sumum dómum úr réttarfarskerfinu okkar séu líka setningar á þá veru að 'sakborningar hafi iðrast', og svo fá þeir einhvern afslátt eða mildun út á það. Hvernig mæla og meta dómarar þetta. Meta þeir þá líka umfang iðrunar, hvort hún sé næg?
En hitt er, að umræddur væntanlegur þingmaður hefur áður látið frá sér undarlegar setningar er lúta að því að 'hann hafi átt hlutinn inn', 'tæknileg mistök' og nú 'iðrast nóg'. Verða sjálfstæðismenn ekki að fara að setja múl á hann til hindra enn frekara tap atkvæða og eða annan verri skað fyrir sínn flokk? - en sama er mér, mitt atkvæði er þeim tapað þessar kosningar.
Mín vangavelta tengt umræddum væntanlegum fulltrúa okkar allra er (ég lít á alla þingmenn sem fulltrúa allrar þjóðarinnar þó svo þeir hafi líka svæðabundnar áherslur); er hann ÁJ einstaklega óheppinn í því sem hann lætur frá sér fara í viðtölum eða er skýringin einhver önnur ?
Svo ég noti nokkuð þekkta framsóknar tilvitnun, "Ég hef áhyggjur af þessu - ég verð að segja það, ég verð að segja það"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2007 | 23:46
Kompás nær athygli bloggara í kvöld - og það verðskuldað!
Kom inn á mbl í kvöld og skollaði niður á blogg-yfirlitið (blessað mbl.is orðið svo torlesið og leiðilengt að ég kíki oftar á bloggin en sjálfan fréttavefinn að gagni) og stoppaði við það sem þar var. Undir flokknum "Umræðan" var til vinstri Ómar R. Valdimarsson með fyrirsögnina "Kompás í kvöld" og til hægri var Björn Ingi Hrafnsson með fyrirsögnina "Kompás: Nú er nóg komið" (kann ekki nógu vel á þetta með myndirnar ennþá og því þessi lýsing aðstæðna en ekki mynd af þessu).
Fór í framhaldinu að horfa á umræddan þátt (þáttinn má nálgast hér).
Ég verð að segja það að ég er bara sammála þessum bloggurun, Kompás var góður í kvöld og nú er nóg komið. Ég játa það að ég veit ekki nákvæmlega hvað skal gera við svona ástandi, en hitt veit ég að ekki verður unað við svona ógnanir til handa ungviði okkar þjóðar. Vissulega er hluti ábyrgaðarinnar hjá okkur foreldrum tengt uppeldi og ábyrgri eftirfylgni á hvað börn okkar eru að gera, en það þarf meira og samstilltara átak til sem nær til annara anga samfélagsins - þar á meðal hugarfarsbreytingar hjá Fangelsismálayfirvöldum.
Bloggar | Breytt 22.1.2007 kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2007 | 21:59
Er það góð þróun að fá Microsoft í auknu mæli í bílana?
Er þetta nú góð þróun, að fá Microsoft í bílana í auknu mæli? Gæti verið spennandi enn....
Fann þetta hér hjá mér sem ég man ekki lengur hvar ég tók af netinu fyrir einu til tveim árum. Veit ekkert um sannleikskorn sögunnar, en hún er samt ágæt. Þessi er bara ein af sjálfsagt mörgum slíkum vangaveltum sem búnar hafa verið til tengt Windows væðingu heimsins.
........................................................................
Microsoft vs. General Motors.
Á tölvuráðstefnu bar Bill Gates tölvuiðnaðinn saman við bílaiðnaðinn og sagði að ef G.M. hefði þróað bíla jafnhratt og Microsoft sín tölvuforrit værum við núna öll að keyra á bílum sem kostuðu $25 og þú kæmist 1000 km. per/líter.
Forstjóri G.M. var ekki sáttur við þetta og svaraði með eftir eftirfarandi samlíkingum:
Ef G.M. hefði þróað SÍNA bíla eins og Microsoft SÍN forrit væru bílar dagsins í dag gæddir eftirfarandi eiginleikum
1. Af gjörsamlega engri ástæðu myndi bíllinn þinn krassa tvisvar á dag.
2. Í hvert sinn sem yfirborðsmerkingar á götunum væru málaðar aftur þyrftir þú að fá þér nýjan bíl.
3. Af og til myndi bíllinn þinn drepa á sér í miðjum akstri, þú myndir sætta þig við þetta, ræsa bílinn á ný og halda áfram að keyra.
4. Stundum gætirðu lent í því þegar þú hyggst beygja og ert búinn að gefa stefnuljós til vinstri að vélin dræpi á sér og bíllinn færi alls ekki í gang aftur, þá þyrftir þú að láta skipta um vél.
5. Aðeins mætti einn aðili nota bílinn í einu, nema þú hefðir keypt Bíll95 eða BíllNT en þá þyrftir þú að kaupa fleiri sæti í bílinn.
6. Macintosh myndi framleiða bíla sem væri sólarknúinn, væri áreiðanlegri, fimm sinnum kraftmeiri og tvisvar sinnum auðveldara að keyra en gæti bara keyrt á 5% af vegunum.
7. Öllum viðvörunarljósum í mælaborðinu yrði skipt út fyrir eitt allsherjar viðvörunarljós (general car fault).
8. Áður en loftpúðarnir blésu út kæmu skilaboðin Ertu viss? J/N
9. Af og til myndirðu lenda í því að bíllinn læsti þig úti og neitaði að hleypa þér inn fyrr en þú myndir, á sama tíma, taka í hurðarhúninn, snerir lyklinum og kæmir við loftnetið.
10. Þú værir tilneyddur til að kaupa deluxe útgáfu af vegahandbók
útgefinni af framleiðanda bílsins, ef slíkt væri ekki gert hefði það í för með sér allt að 50% minnkun í afköstum bílsins.
11. Í hvert sinn sem nýr gerð af bíl liti dagsins ljós þyrftu allir notendur að læra að keyra alveg upp á nýtt.
12. Þú þyrftir að ýta á Start hnappinn til þess að drepa á vélinni á bílnum.
........................................................................
Microsoft-hugbúnaður fyrir Ford-bíla kynntur til leiks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2007 | 22:14
Vöðvahnykklun eða raunveruleg ógn í miðausturlanda púðurtunnunni?
Sá fjallaðu um þetta í kvöldfréttum og svo var ég að vafra um netið. Þetta er tekið fyrir á þónokkrum erlendum vefútgáfum tímarita í þónokkrum heimshlutum, væntanlega þar sem upprunamiðillinn er að mér skilst þokkalega trúverðugur og sá ber fyrir sig góðum heimildum.
En skildi þetta vera vel skipulagt af stjórnvöldum í Israel, þ.e. að bæði hafa búið til eitthvert svona plan og láta það leka út til að hrella nágrannana og sýna þeim aðeins vöðvana, eða eru Ísraelar, raunverulega og af alvöru að spá í svona nokkuð? Það fer hrollur um mig við þá tilhugsun þvílík púðurtunna sem er þarna niðurfrá - burrrr.
Ísraelsmenn vísa á bug frétt um að þeir hafi skipulagt kjarnorkuárás á Íran | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2007 | 23:21
Stórar hátíðar-auglýsingar stórfyrirtækja : Hver er tilgangurinn?
Er aðeins búinn að vera að velta fyrir mér þessu með hinar stóru "hátíðar auglýsingar" stórfyrirtækja um áramót og þá sérstaklega þessar virkilega stóru.
Man eftir því frá hér í den og fyrir einkavæðingu bankanna að það var fastur liður að þeir (og kanski Eimskip og örfá önnur fyrirtæki) kæmu nánast allir með einhverjar fallegar vídeóklippur af; landinu, fólkinu og ýmsu öðru í óvenju löngum auglýsingum fyrir áramót með engu öðru innihaldi en nafni sínu aftanvið auglýsinguna og svo einhverju eins og "nnnn-fyrirtækið óskar lansdmönnum gleði og gæfu á nýju ári". Á þeim tíma voru þetta "stóru" auglýsingar stórfyrirtækjanna sem settar voru í birtingu í Sjónvarpinu og Stöð 2 í einn til þrjá daga um hver áramót og sumir voru með opnu eða opnur i stærri blöðum. Þessu gátum við gengið að sem vísu og var þetta ákveðin tilbreyting í auglýsingaflóruna, en hvort þetta virkaði á einn né neitt eða á einhvern hátt - það hef ég mínar efasemdir um.
En að einhverju leiti er þetta enn svona. Nú eru það bara hin nýju stóru fyrirtæki sem senda svona frá sér. Man allavega eftir einni frá Baug þessi áramót og man ekki hvort það var ein svona stór frá KB-banka núna eða hvort í minninu er ein frá fyrra ári að þvælast fyrir. Allavega einhver af þessum stór fyrirtækjum eru enn með svona stóra vídeó-klippu-auglýsingar í birtingu nú um hátíðarnar.
Það sem ég er að velta fyrir mér er, hver er hinn raunverulegi tilgangur og ávinningur hjá nýju stóru nútímafyrirtækjum ?
Hér áður var þetta að hafa svona stórar auglýsingar um áramót, að því er mér virðist, einskonar "reðursamanburðar" keppni stóru (ríkisreknu) bankanna um hver væri það árið með fallegustu "skotin" af náttúru Íslands. Hin mögulega skýringin sem mér dettur í hug á hvers vegna þessar auglýsingar voru hér áður fyrr, er kansi að þetta hafi verið möguleg tól þeirra sem raunverulega réðu, til að tryggja auglýsingastofum og stóru miðlunum á kurteysan máta góðar tekjur við árslok. En þetta finnst mér mjög hæpin skýring.
En núna. Hví eru nútímafyrirtækin í þessu í dag? Svona "samanburðarkeppni" er væntanlega ekki neitt sem einkafyrirtæki á heimsvísu fara að taka þátt í. Hvað er þá eftir? Líklegast væri að telja að þetta væri eins og svo margt annað tengt nútímanum, markaðssetning. En hvað er þá verið að markaðssetja? Jú þá hlýtur það að vera vörumerkið, nafnið á fyrirtækinu og ímynd þess því ekki er verið að auglýsa vöru eða þjónustu í þessum risa "við erum stórir, góðir og allstaðar" auglýsingum. Ég í mínum huga hef efasemdir að svona aðferðir, einu sinni á ári séu skásti kosturinn til að viðhalda góðu vörumerki og ímynd þess.
En ef tilgangurinn er ekki að viðhalda vörumerki eða ímynd, hver er þá tilgangur þessara stóru auglýsinga? Ekki hef ég trú á að umræddar auglýsingar og tilurð þeirra sé á neinn hátt ölmusu til þeirra sem að framleiðusu eða birtingu þeirra koma. Hvað er þá eftir sem mögulegur tilgangur þeirra? Aftur fer mér að detta í hug hofmóðgi eða eitthvað í líkingu við það sem ég ritaði áður, "reðurstærðarsamanburður"! Getur það verið?
Undantekning á því sem er í gangi þessi áramót tengt stórum auglýsingum og er líklega auðskildara en annað eru hinar stóru auglýsingar frá Alcan. Þar er jú að hefjast að ákveðnu leyti barátta þeirra fyrir tilvist sinni til lengri tíma þar sem þeir þurfa jákvætt attitút og nógu mörg "já" í kosningu á komandi mánuðum.
Nú er ég ekki mikið inni í markaðsmálum, er að mestu þokkalega upplýstur neytandi en ekki mikið meira. Kanski er einhver sem vel er að sér í hinum mikilhæfu markaðsfræðum sem getur upplýsti mig, þó síðar verði, um hver sé hinn rauverulegi tilgangur þessara stóru "hátíða auglýsinga" stórfyrirtækjanna í miðlunum og hvernig mæla menn svo árangurinn af því sem gert er?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Fullvissa ferðamenn um að hér sé öruggt
- Flogið á milli ljósaskipta
- Beint: Kosningafundur eldri borgara með frambjóðendum
- Tafir á þjónustu vegna ágreiningsmála um þjónustu
- Viðgerðir munu taka nokkra daga
- Boða verkföll í fjórum skólum til viðbótar
- Alútboð er nýtt skref inn á spennandi braut
- Litlar líkur á að hraunið nái til mannvirkja
- Drónamyndskeið frá hápunkti gossins í nótt
- Þetta er vitlaus hugmynd
Viðskipti
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
- Óttast að fólk fari aftur að eyða peningum