Færsluflokkur: Dægurmál
1.1.2007 | 11:37
Nýtt ár - bara tækifæri
Gleðilegt nýtt ár.
Vaknaði á skaplegum tíma hér í morgun eftir hreint ágætt kvöld- og næturbrölt fjölskyldunnar. Fórum í hreint ágætis veðri með afkomandann á hans fyrstu brennu - og það var bara brosað hringinn. Svo kvöldið var hreint ágætt þó ég hefði ekki nema að takmörkuðu leiti "réttan" húmor fyrir blessuðu skaupinu en líkast til er vonlaust að ætlast til, að það einhverntímann verði fyrir alla.
Já varðandin morguninn, þá kom ég mér út úr húsi og litaðist um hér á og framavið lóðina hjá okkur og varð jákvætt undrandi. Ég bý nefnilega við einn af útsýnisstöðum Hafnarfjarðar og venjan hefur verið að gata hér hjá okkur fyllist af allrahanda fólki um miðnætti, en í gær var að ég held heldur í færra lagi. Afleiðing þessar gesta hér í götunn er alla jafnan sú að hér er svona prika-og-pappírs-vígvöllur að morgni. En nú þennan nýjársdag 2007, þá bregður svo við að búið er að taka til að mestu í götunni. Nánast allar tertur og allt það er bara búið að taka saman. Meira segja búið að taka dótið frá okkur sem stóð útundir gangsétt á okkar lóð, svo ég þurfti ekki að taka til sjálfur nema að mjög litlu leyti.
Einhverstaðar var sagt "heimur versnandi fer", en ég er á því að nýtt ár færi okkur bara tækifæri og einhver byrjaði á því að eftirláta mér jákæðni nú í upphafi fyrsta dags með því að fjarlægja "vígvöllinn". Tek það því enn frekar en áður sem mína trú að "heimur batnandi fari" og fer fullur bjartsýni inn í nýtt ár fyrir mína hönd, minnar fjölskyldu og allra hinna líka. Framtíðin er okkar - við þurfum bara að móta hana jákvætt.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2006 | 23:21
Alvöru-Krossinn-Flugeldar ?
Sá umfjöllun um flugelda sölu í þessu hér bloggi hjá Steingrími S. Ó.
Forvitnilegt ef satt er. Líklegt má teljast að einhverjir fái óbragð í munninn ef satt er og eftir að viðkomandi hafi keypt Alvöru-Kross-Flugelda fyrir aðeins minni pening en hjá viðbragðsaðilum landsins.
Gaman verður svo að sjá hvort einhverjir aðrir bloggara eða blaðamenna (nú eða hvorutveggja) geta afsagt frásögnina eða staðfest hana á næstu dögum.
Dægurmál | Breytt 31.12.2006 kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar