21.1.2007 | 23:46
Kompás nær athygli bloggara í kvöld - og það verðskuldað!
Kom inn á mbl í kvöld og skollaði niður á blogg-yfirlitið (blessað mbl.is orðið svo torlesið og leiðilengt að ég kíki oftar á bloggin en sjálfan fréttavefinn að gagni) og stoppaði við það sem þar var. Undir flokknum "Umræðan" var til vinstri Ómar R. Valdimarsson með fyrirsögnina "Kompás í kvöld" og til hægri var Björn Ingi Hrafnsson með fyrirsögnina "Kompás: Nú er nóg komið" (kann ekki nógu vel á þetta með myndirnar ennþá og því þessi lýsing aðstæðna en ekki mynd af þessu).
Fór í framhaldinu að horfa á umræddan þátt (þáttinn má nálgast hér).
Ég verð að segja það að ég er bara sammála þessum bloggurun, Kompás var góður í kvöld og nú er nóg komið. Ég játa það að ég veit ekki nákvæmlega hvað skal gera við svona ástandi, en hitt veit ég að ekki verður unað við svona ógnanir til handa ungviði okkar þjóðar. Vissulega er hluti ábyrgaðarinnar hjá okkur foreldrum tengt uppeldi og ábyrgri eftirfylgni á hvað börn okkar eru að gera, en það þarf meira og samstilltara átak til sem nær til annara anga samfélagsins - þar á meðal hugarfarsbreytingar hjá Fangelsismálayfirvöldum.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Beðinn um að fara með pottréttinn úr flugstöðinni
- SS ætlar að stækka sláturhúsið
- Samið að nýju við Samtökin '78
- Bilun í útsendingu truflar áhorf á landsleiknum
- Fá engin svör um stækkun
- Ríkissáttarsemjari boðar til fundar í fyrramálið
- Vilja fjölga nemendum með erlendan bakgrunn
- Afnám framlagsins brýtur gegn samkomulagi
Erlent
- Ofuraðdáandi Super Mario heimsóttur
- Íslendingur í Doha: Skelfing greip um sig
- Vægðarlaus iðja sem gerir út á ótta
- Öskrandi aðgerðasinnar eltu ráðherra
- Hvíta húsið: Katar vissi af árásinni
- Sex fallnir í Doha: Bretar fordæma loftárásirnar
- Macron útnefnir nýjan forsætisráðherra
- Myndskeið: Leið yfir heilbrigðisráðherra
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.