Leita í fréttum mbl.is

Virði eða ekki MBA náms á Íslandi

Þar sem framhaldsskólar og deildir skólanna auglýsa grimmt þessa dagana og gera sitt til að fá unga fólkið til sín, þá fór ég að velta svolítið fyrir mér virði náms.

Báðir háskólarnir hér í Reykjavík leggja mikið uppúr að fá til sín nemendur í MBA ná sitt því þar eru miklar tekjur fyrir skólana.  Minn grunur er að báðir skólarnir hafi gerst mjög gráðugir þar.

Innan MBA náms er á heimsvísu ítrekað notaða samanburðarkerfi milli skóla og eru til samtök skóla er bjóða uppá MBA nám.  Það eru vissulega ekki allir skólarnir með í þeim samtökum, en það segir eitthvað um metnað viðkomandi skóla hvort þeir eru aðilar að þessum samtökum eða ekki.

Eitt virtasta viðskiptablað heims heldur úti árlegum samanburði á MBA námi víðsvegar í heiminum.  Nýlega koma síðasti samanburður þeirra út og má finna hann hér http://rankings.ft.com/rankings/mba/rankings.html. Þarna sést að 27 af 100 best metnu skólunum eru í Miðevrópu, megnið er í USA og um 12 víðsvegar um heiminn.

Mikið hef ég sterkan grun um að þau skólagjöld sem Íslensku skólarnir taki í dag séu mjög samsvarandi og skólar í næstu löndum eins og UK, Hollandi og Frakklandi.  Munurinn á þeim skólum er að margir þeirra eru meðal 100 bestu MBA skóla heima, en ég hef enn ekki séð hin Íslensku MBA nám ná inn á einn einasta gæðalist yfir MBA nám í heiminum.

Eru landar mínir sem borgar offjár fyrir hin innlendu MBA nám, að kaupa köttinn í sekknum?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

S. Hjörtur Guðjónsson
S. Hjörtur Guðjónsson
Hefur skoðanir á allflestu sem mannskepnunni getur verið viðkomandi, en lætur þær þó fjarri lagi allar uppi. Er ekki í framboði til eins né neins (eins og virðist vera um glettilega marga bloggara).
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband