Leita í fréttum mbl.is

Er það góð þróun að fá Microsoft í auknu mæli í bílana?

Er þetta nú góð þróun, að fá Microsoft í bílana í auknu mæli?  Gæti verið spennandi enn....

Fann þetta hér hjá mér sem ég man ekki lengur hvar ég tók af netinu fyrir einu til tveim árum.  Veit ekkert um sannleikskorn sögunnar, en hún er samt ágæt.  Þessi er bara ein af sjálfsagt mörgum slíkum vangaveltum sem búnar hafa verið til tengt Windows væðingu heimsins.

........................................................................

Microsoft vs. General Motors.

Á tölvuráðstefnu bar Bill Gates tölvuiðnaðinn saman við bílaiðnaðinn og sagði að ef G.M. hefði þróað bíla jafnhratt og Microsoft sín tölvuforrit værum við núna öll að keyra á bílum sem kostuðu $25 og þú kæmist 1000 km. per/líter.

Forstjóri G.M. var ekki sáttur við þetta og svaraði með eftir eftirfarandi samlíkingum:
Ef G.M. hefði þróað SÍNA bíla eins og Microsoft SÍN forrit væru bílar dagsins í dag gæddir eftirfarandi ‘eiginleikum’

1. Af gjörsamlega engri ástæðu myndi bíllinn þinn ‘krassa’ tvisvar á dag.
2. Í hvert sinn sem yfirborðsmerkingar á götunum væru málaðar aftur þyrftir þú að fá þér nýjan bíl.
3. Af og til myndi bíllinn þinn drepa á sér í miðjum akstri, þú myndir sætta þig við þetta, ræsa bílinn á ný og halda áfram að keyra.
4. Stundum gætirðu lent í því þegar þú hyggst beygja og ert búinn að gefa stefnuljós til vinstri að vélin dræpi á sér og bíllinn færi alls ekki í gang aftur, þá þyrftir þú að láta skipta um vél.
5. Aðeins mætti einn aðili nota bílinn í einu, nema þú hefðir keypt Bíll95 eða BíllNT en þá þyrftir þú að kaupa fleiri sæti í bílinn.
6. Macintosh myndi framleiða bíla sem væri sólarknúinn, væri áreiðanlegri, fimm sinnum kraftmeiri og tvisvar sinnum auðveldara að keyra en gæti bara keyrt á 5% af vegunum.
7. Öllum viðvörunarljósum í mælaborðinu yrði skipt út fyrir eitt allsherjar viðvörunarljós (general car fault).
8. Áður en loftpúðarnir blésu út kæmu skilaboðin “Ertu viss? J/N”
9. Af og til myndirðu lenda í því að bíllinn læsti þig úti og neitaði að hleypa þér inn fyrr en þú myndir, á sama tíma, taka í hurðarhúninn, snerir lyklinum og kæmir við loftnetið.
10. Þú værir tilneyddur til að kaupa deluxe útgáfu af vegahandbók
útgefinni af framleiðanda bílsins, ef slíkt væri ekki gert hefði það í för með sér allt að 50% minnkun í afköstum bílsins.
11. Í hvert sinn sem nýr gerð af bíl liti dagsins ljós þyrftu allir notendur að læra að keyra alveg upp á nýtt.
12. Þú þyrftir að ýta á “Start” hnappinn til þess að drepa á vélinni á bílnum.

........................................................................

 


mbl.is Microsoft-hugbúnaður fyrir Ford-bíla kynntur til leiks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

S. Hjörtur Guðjónsson
S. Hjörtur Guðjónsson
Hefur skoðanir á allflestu sem mannskepnunni getur verið viðkomandi, en lætur þær þó fjarri lagi allar uppi. Er ekki í framboði til eins né neins (eins og virðist vera um glettilega marga bloggara).
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband