5.10.2007 | 12:08
Löghlíðni sumra virðist minni en annara - Síminn í lóðabraski?
Það er svona tvennt sem kemur í huga mér er ég les þessa frétt, annað er svona með tónininum "og enn og aftur virðast lög og reglur ekki skipta Gunnar og co. hjá Kópavogi máli", og hitt sem ég ekki vissi og langar soldið að vita meira um, er það að Síminn stendur að auglýsinunni líka.
Er semsé Síminn, síma- og fjölmiðlafyrirtækiði í eigu Skipta hf, komið á fullt í lóðabraskið með öllum hinum (í þessu tilviki Kópavogsbæ)? Á semsé Síminn landið? Ef svo er, er það eitthvað sem hann "fékk" á sínum tíma hjá Ríkinu, og þá án endurgjalds. Og ef svo er, þá var slíkt væntanlega hugsað undir loftnet og slíkt. Eru kanski fleiri svona spildur í eignasafni Símans sem svo sé hægt að græða tengt lóðasölu þessara ára? Ef þetta er rétt, þá gerðu Bakkabræður bara enn betri díl en áður var haldið.
Það hljóta að koma fram meiri upplýsingar um þetta mál i fjölmiðlum í dag og maður verði fróðari að kvöldi.
Auglýsing um úthlutun á byggingarétti byggð á röngum forsendum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2007 | 08:51
Fréttavefur MBL - Íþróttir - mætti standa sig betur
Nú er vefur MBL margþættur og um margt góður, en þegar farið er inn á hann og ef maður ætlar sér að sækja upplýsingar um undakeppni "stelpnanna okkar", þá er ekki mikið inni á Íþróttasíðunni.
Hinsvegar er töluvert um hina ýmsu deildir og undankeppnir hjá strákunum eins og EM hjá þeim, en ekki finn ég neinar svona sérsíður um undankeppni kvennalandsliðsins.
MBL menn og stúlkur, þið getið gert betur en þetta.
Áfram Ísland.
Úrslitin framar björtustu vonum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2007 | 09:35
Virði eða ekki MBA náms á Íslandi
Þar sem framhaldsskólar og deildir skólanna auglýsa grimmt þessa dagana og gera sitt til að fá unga fólkið til sín, þá fór ég að velta svolítið fyrir mér virði náms.
Báðir háskólarnir hér í Reykjavík leggja mikið uppúr að fá til sín nemendur í MBA ná sitt því þar eru miklar tekjur fyrir skólana. Minn grunur er að báðir skólarnir hafi gerst mjög gráðugir þar.
Innan MBA náms er á heimsvísu ítrekað notaða samanburðarkerfi milli skóla og eru til samtök skóla er bjóða uppá MBA nám. Það eru vissulega ekki allir skólarnir með í þeim samtökum, en það segir eitthvað um metnað viðkomandi skóla hvort þeir eru aðilar að þessum samtökum eða ekki.
Eitt virtasta viðskiptablað heims heldur úti árlegum samanburði á MBA námi víðsvegar í heiminum. Nýlega koma síðasti samanburður þeirra út og má finna hann hér http://rankings.ft.com/rankings/mba/rankings.html. Þarna sést að 27 af 100 best metnu skólunum eru í Miðevrópu, megnið er í USA og um 12 víðsvegar um heiminn.
Mikið hef ég sterkan grun um að þau skólagjöld sem Íslensku skólarnir taki í dag séu mjög samsvarandi og skólar í næstu löndum eins og UK, Hollandi og Frakklandi. Munurinn á þeim skólum er að margir þeirra eru meðal 100 bestu MBA skóla heima, en ég hef enn ekki séð hin Íslensku MBA nám ná inn á einn einasta gæðalist yfir MBA nám í heiminum.
Eru landar mínir sem borgar offjár fyrir hin innlendu MBA nám, að kaupa köttinn í sekknum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2007 | 14:48
http://www.sudurlandsvegur.is
Það gengur bara ekki að bíða öllu lengur með þetta.
Nú þurfa allir að stýra Sturlu og hinum fulltrúum okkar á rétta braut, og það ekki einhverntímann í framtíð heldur strax.
Inn á síðuna og setjum nafn og kennutölur okkar þar og styrkjum þau sem standa að þessu þrýstiátaki.
http://www.sudurlandsvegur.is/
Suðurlandsvegur lokaður áfram vegna alvarlegs umferðarslyss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu