19.3.2007 | 17:01
Þar kom að eista skildi bætt við reðurtáknið ógurlega
Nú sýnist mér miðað við lýsingu á komandi turni við hið gríðarlega reðurtákn sem Smáralindin er í margra augum, að komið sé að næsta áfanga - fyrra eistanu!
En eitthvað verður að gera í tapinu, kúnnarnir eru greinilega ekki nógu margir og þá er komið að því að töfra einhverj lausn fram sem vindur ofna af ríflega hálfs miljarðs tapi.
Nú verð ég úthrópaður sem hinn verst klámhundur af einhverjum.
Tap á rekstri Smáralindar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.1.2007 | 11:08
Er iðrun mælanleg? - Já að því er virðist að mati ÁJ
"Vona að ég hafi iðrast nóg" - Árni J.
Er það bara ég eða eru kanski aðrir sem undrast þær hugsanir og þankagang sem virðist bærast hjá umræddum væntanlegum þingmanni? Veit vel að umtalsvert hefur um manninn og hans gerðir verið rætt, en ég varð nánast hugsana-stopp er ég fór yfir forsíðu fyrirsögnina og svo þann hluta greinarinnar er ég náði yfir í Blaðinu í morgun.
Er iðrun mælanleg og eða er einhverntímann komið nóg af iðrun og aðilar setji "stopp" á þá "framkvæmd" hjá sér eða á fólki að finnast að einhver annar hafi iðrast nóg! ?
Ég mun ekki fullyrða neitt um hvað sé rétt eða rangt í þessu því ég er enginn siðameistar eða slíkt, ég bara velti vöngum.
Mér hefur sýnst að í sumum dómum úr réttarfarskerfinu okkar séu líka setningar á þá veru að 'sakborningar hafi iðrast', og svo fá þeir einhvern afslátt eða mildun út á það. Hvernig mæla og meta dómarar þetta. Meta þeir þá líka umfang iðrunar, hvort hún sé næg?
En hitt er, að umræddur væntanlegur þingmaður hefur áður látið frá sér undarlegar setningar er lúta að því að 'hann hafi átt hlutinn inn', 'tæknileg mistök' og nú 'iðrast nóg'. Verða sjálfstæðismenn ekki að fara að setja múl á hann til hindra enn frekara tap atkvæða og eða annan verri skað fyrir sínn flokk? - en sama er mér, mitt atkvæði er þeim tapað þessar kosningar.
Mín vangavelta tengt umræddum væntanlegum fulltrúa okkar allra er (ég lít á alla þingmenn sem fulltrúa allrar þjóðarinnar þó svo þeir hafi líka svæðabundnar áherslur); er hann ÁJ einstaklega óheppinn í því sem hann lætur frá sér fara í viðtölum eða er skýringin einhver önnur ?
Svo ég noti nokkuð þekkta framsóknar tilvitnun, "Ég hef áhyggjur af þessu - ég verð að segja það, ég verð að segja það"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2007 | 23:46
Kompás nær athygli bloggara í kvöld - og það verðskuldað!
Kom inn á mbl í kvöld og skollaði niður á blogg-yfirlitið (blessað mbl.is orðið svo torlesið og leiðilengt að ég kíki oftar á bloggin en sjálfan fréttavefinn að gagni) og stoppaði við það sem þar var. Undir flokknum "Umræðan" var til vinstri Ómar R. Valdimarsson með fyrirsögnina "Kompás í kvöld" og til hægri var Björn Ingi Hrafnsson með fyrirsögnina "Kompás: Nú er nóg komið" (kann ekki nógu vel á þetta með myndirnar ennþá og því þessi lýsing aðstæðna en ekki mynd af þessu).
Fór í framhaldinu að horfa á umræddan þátt (þáttinn má nálgast hér).
Ég verð að segja það að ég er bara sammála þessum bloggurun, Kompás var góður í kvöld og nú er nóg komið. Ég játa það að ég veit ekki nákvæmlega hvað skal gera við svona ástandi, en hitt veit ég að ekki verður unað við svona ógnanir til handa ungviði okkar þjóðar. Vissulega er hluti ábyrgaðarinnar hjá okkur foreldrum tengt uppeldi og ábyrgri eftirfylgni á hvað börn okkar eru að gera, en það þarf meira og samstilltara átak til sem nær til annara anga samfélagsins - þar á meðal hugarfarsbreytingar hjá Fangelsismálayfirvöldum.
Bloggar | Breytt 22.1.2007 kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2007 | 21:59
Er það góð þróun að fá Microsoft í auknu mæli í bílana?
Er þetta nú góð þróun, að fá Microsoft í bílana í auknu mæli? Gæti verið spennandi enn....
Fann þetta hér hjá mér sem ég man ekki lengur hvar ég tók af netinu fyrir einu til tveim árum. Veit ekkert um sannleikskorn sögunnar, en hún er samt ágæt. Þessi er bara ein af sjálfsagt mörgum slíkum vangaveltum sem búnar hafa verið til tengt Windows væðingu heimsins.
........................................................................
Microsoft vs. General Motors.
Á tölvuráðstefnu bar Bill Gates tölvuiðnaðinn saman við bílaiðnaðinn og sagði að ef G.M. hefði þróað bíla jafnhratt og Microsoft sín tölvuforrit værum við núna öll að keyra á bílum sem kostuðu $25 og þú kæmist 1000 km. per/líter.
Forstjóri G.M. var ekki sáttur við þetta og svaraði með eftir eftirfarandi samlíkingum:
Ef G.M. hefði þróað SÍNA bíla eins og Microsoft SÍN forrit væru bílar dagsins í dag gæddir eftirfarandi eiginleikum
1. Af gjörsamlega engri ástæðu myndi bíllinn þinn krassa tvisvar á dag.
2. Í hvert sinn sem yfirborðsmerkingar á götunum væru málaðar aftur þyrftir þú að fá þér nýjan bíl.
3. Af og til myndi bíllinn þinn drepa á sér í miðjum akstri, þú myndir sætta þig við þetta, ræsa bílinn á ný og halda áfram að keyra.
4. Stundum gætirðu lent í því þegar þú hyggst beygja og ert búinn að gefa stefnuljós til vinstri að vélin dræpi á sér og bíllinn færi alls ekki í gang aftur, þá þyrftir þú að láta skipta um vél.
5. Aðeins mætti einn aðili nota bílinn í einu, nema þú hefðir keypt Bíll95 eða BíllNT en þá þyrftir þú að kaupa fleiri sæti í bílinn.
6. Macintosh myndi framleiða bíla sem væri sólarknúinn, væri áreiðanlegri, fimm sinnum kraftmeiri og tvisvar sinnum auðveldara að keyra en gæti bara keyrt á 5% af vegunum.
7. Öllum viðvörunarljósum í mælaborðinu yrði skipt út fyrir eitt allsherjar viðvörunarljós (general car fault).
8. Áður en loftpúðarnir blésu út kæmu skilaboðin Ertu viss? J/N
9. Af og til myndirðu lenda í því að bíllinn læsti þig úti og neitaði að hleypa þér inn fyrr en þú myndir, á sama tíma, taka í hurðarhúninn, snerir lyklinum og kæmir við loftnetið.
10. Þú værir tilneyddur til að kaupa deluxe útgáfu af vegahandbók
útgefinni af framleiðanda bílsins, ef slíkt væri ekki gert hefði það í för með sér allt að 50% minnkun í afköstum bílsins.
11. Í hvert sinn sem nýr gerð af bíl liti dagsins ljós þyrftu allir notendur að læra að keyra alveg upp á nýtt.
12. Þú þyrftir að ýta á Start hnappinn til þess að drepa á vélinni á bílnum.
........................................................................
Microsoft-hugbúnaður fyrir Ford-bíla kynntur til leiks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar