7.1.2007 | 22:14
Vöðvahnykklun eða raunveruleg ógn í miðausturlanda púðurtunnunni?
Sá fjallaðu um þetta í kvöldfréttum og svo var ég að vafra um netið. Þetta er tekið fyrir á þónokkrum erlendum vefútgáfum tímarita í þónokkrum heimshlutum, væntanlega þar sem upprunamiðillinn er að mér skilst þokkalega trúverðugur og sá ber fyrir sig góðum heimildum.
En skildi þetta vera vel skipulagt af stjórnvöldum í Israel, þ.e. að bæði hafa búið til eitthvert svona plan og láta það leka út til að hrella nágrannana og sýna þeim aðeins vöðvana, eða eru Ísraelar, raunverulega og af alvöru að spá í svona nokkuð? Það fer hrollur um mig við þá tilhugsun þvílík púðurtunna sem er þarna niðurfrá - burrrr.
Ísraelsmenn vísa á bug frétt um að þeir hafi skipulagt kjarnorkuárás á Íran | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2007 | 23:21
Stórar hátíðar-auglýsingar stórfyrirtækja : Hver er tilgangurinn?
Er aðeins búinn að vera að velta fyrir mér þessu með hinar stóru "hátíðar auglýsingar" stórfyrirtækja um áramót og þá sérstaklega þessar virkilega stóru.
Man eftir því frá hér í den og fyrir einkavæðingu bankanna að það var fastur liður að þeir (og kanski Eimskip og örfá önnur fyrirtæki) kæmu nánast allir með einhverjar fallegar vídeóklippur af; landinu, fólkinu og ýmsu öðru í óvenju löngum auglýsingum fyrir áramót með engu öðru innihaldi en nafni sínu aftanvið auglýsinguna og svo einhverju eins og "nnnn-fyrirtækið óskar lansdmönnum gleði og gæfu á nýju ári". Á þeim tíma voru þetta "stóru" auglýsingar stórfyrirtækjanna sem settar voru í birtingu í Sjónvarpinu og Stöð 2 í einn til þrjá daga um hver áramót og sumir voru með opnu eða opnur i stærri blöðum. Þessu gátum við gengið að sem vísu og var þetta ákveðin tilbreyting í auglýsingaflóruna, en hvort þetta virkaði á einn né neitt eða á einhvern hátt - það hef ég mínar efasemdir um.
En að einhverju leiti er þetta enn svona. Nú eru það bara hin nýju stóru fyrirtæki sem senda svona frá sér. Man allavega eftir einni frá Baug þessi áramót og man ekki hvort það var ein svona stór frá KB-banka núna eða hvort í minninu er ein frá fyrra ári að þvælast fyrir. Allavega einhver af þessum stór fyrirtækjum eru enn með svona stóra vídeó-klippu-auglýsingar í birtingu nú um hátíðarnar.
Það sem ég er að velta fyrir mér er, hver er hinn raunverulegi tilgangur og ávinningur hjá nýju stóru nútímafyrirtækjum ?
Hér áður var þetta að hafa svona stórar auglýsingar um áramót, að því er mér virðist, einskonar "reðursamanburðar" keppni stóru (ríkisreknu) bankanna um hver væri það árið með fallegustu "skotin" af náttúru Íslands. Hin mögulega skýringin sem mér dettur í hug á hvers vegna þessar auglýsingar voru hér áður fyrr, er kansi að þetta hafi verið möguleg tól þeirra sem raunverulega réðu, til að tryggja auglýsingastofum og stóru miðlunum á kurteysan máta góðar tekjur við árslok. En þetta finnst mér mjög hæpin skýring.
En núna. Hví eru nútímafyrirtækin í þessu í dag? Svona "samanburðarkeppni" er væntanlega ekki neitt sem einkafyrirtæki á heimsvísu fara að taka þátt í. Hvað er þá eftir? Líklegast væri að telja að þetta væri eins og svo margt annað tengt nútímanum, markaðssetning. En hvað er þá verið að markaðssetja? Jú þá hlýtur það að vera vörumerkið, nafnið á fyrirtækinu og ímynd þess því ekki er verið að auglýsa vöru eða þjónustu í þessum risa "við erum stórir, góðir og allstaðar" auglýsingum. Ég í mínum huga hef efasemdir að svona aðferðir, einu sinni á ári séu skásti kosturinn til að viðhalda góðu vörumerki og ímynd þess.
En ef tilgangurinn er ekki að viðhalda vörumerki eða ímynd, hver er þá tilgangur þessara stóru auglýsinga? Ekki hef ég trú á að umræddar auglýsingar og tilurð þeirra sé á neinn hátt ölmusu til þeirra sem að framleiðusu eða birtingu þeirra koma. Hvað er þá eftir sem mögulegur tilgangur þeirra? Aftur fer mér að detta í hug hofmóðgi eða eitthvað í líkingu við það sem ég ritaði áður, "reðurstærðarsamanburður"! Getur það verið?
Undantekning á því sem er í gangi þessi áramót tengt stórum auglýsingum og er líklega auðskildara en annað eru hinar stóru auglýsingar frá Alcan. Þar er jú að hefjast að ákveðnu leyti barátta þeirra fyrir tilvist sinni til lengri tíma þar sem þeir þurfa jákvætt attitút og nógu mörg "já" í kosningu á komandi mánuðum.
Nú er ég ekki mikið inni í markaðsmálum, er að mestu þokkalega upplýstur neytandi en ekki mikið meira. Kanski er einhver sem vel er að sér í hinum mikilhæfu markaðsfræðum sem getur upplýsti mig, þó síðar verði, um hver sé hinn rauverulegi tilgangur þessara stóru "hátíða auglýsinga" stórfyrirtækjanna í miðlunum og hvernig mæla menn svo árangurinn af því sem gert er?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2007 | 11:37
Nýtt ár - bara tækifæri
Gleðilegt nýtt ár.
Vaknaði á skaplegum tíma hér í morgun eftir hreint ágætt kvöld- og næturbrölt fjölskyldunnar. Fórum í hreint ágætis veðri með afkomandann á hans fyrstu brennu - og það var bara brosað hringinn. Svo kvöldið var hreint ágætt þó ég hefði ekki nema að takmörkuðu leiti "réttan" húmor fyrir blessuðu skaupinu en líkast til er vonlaust að ætlast til, að það einhverntímann verði fyrir alla.
Já varðandin morguninn, þá kom ég mér út úr húsi og litaðist um hér á og framavið lóðina hjá okkur og varð jákvætt undrandi. Ég bý nefnilega við einn af útsýnisstöðum Hafnarfjarðar og venjan hefur verið að gata hér hjá okkur fyllist af allrahanda fólki um miðnætti, en í gær var að ég held heldur í færra lagi. Afleiðing þessar gesta hér í götunn er alla jafnan sú að hér er svona prika-og-pappírs-vígvöllur að morgni. En nú þennan nýjársdag 2007, þá bregður svo við að búið er að taka til að mestu í götunni. Nánast allar tertur og allt það er bara búið að taka saman. Meira segja búið að taka dótið frá okkur sem stóð útundir gangsétt á okkar lóð, svo ég þurfti ekki að taka til sjálfur nema að mjög litlu leyti.
Einhverstaðar var sagt "heimur versnandi fer", en ég er á því að nýtt ár færi okkur bara tækifæri og einhver byrjaði á því að eftirláta mér jákæðni nú í upphafi fyrsta dags með því að fjarlægja "vígvöllinn". Tek það því enn frekar en áður sem mína trú að "heimur batnandi fari" og fer fullur bjartsýni inn í nýtt ár fyrir mína hönd, minnar fjölskyldu og allra hinna líka. Framtíðin er okkar - við þurfum bara að móta hana jákvætt.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2006 | 23:21
Alvöru-Krossinn-Flugeldar ?
Sá umfjöllun um flugelda sölu í þessu hér bloggi hjá Steingrími S. Ó.
Forvitnilegt ef satt er. Líklegt má teljast að einhverjir fái óbragð í munninn ef satt er og eftir að viðkomandi hafi keypt Alvöru-Kross-Flugelda fyrir aðeins minni pening en hjá viðbragðsaðilum landsins.
Gaman verður svo að sjá hvort einhverjir aðrir bloggara eða blaðamenna (nú eða hvorutveggja) geta afsagt frásögnina eða staðfest hana á næstu dögum.
Dægurmál | Breytt 31.12.2006 kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar